Þéttbýlisflokk gegn ofsóknum

Punktar

Hornsteinn þjóðskipulags okkar eru fjórir gamalgrónir hagsmunaflokkar, sem dreifa skattfé og einkavæðingartekjum frá þéttbýlinu yfir í strjálbýlið. Vegakerfið er gott dæmi, því að fyrirhugað er að verja stjarnfræðilegum upphæðum til að bora göt í fjöll á afskekktum stöðum. Miklu nær væri að nota þetta fé á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjölgun mislægra gatnamóta með viðstöðulausum akstri mundi fækka slysum, stytta ferðatíma, minnka benzínnotkun og draga úr mengun á gatnamótum. Hér vantar greinilega þéttbýlisflokk til að gæta hagsmuna þriggja kjördæma á höfuðborgarsvæðinu, því að þingmenn fjórflokksins á svæðinu hafa aldrei gert það. Tíu þingmanna þéttbýlisflokkur mundi skelfa fjórflokkinn og neyða Alþingi til að verja vegafé ríkisins í stórauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. En fólkið þar hefur því miður ekki bein í nefinu til að losna við umferðarstöppu álagstímanna og draga úr öðrum ofsóknum af hálfu fjórflokksins.