Þétting byggðar rýrir líf þeirra, sem fyrir búa á svæðinu. Útsýnið minnkar og hávaðinn eykst. Fækkun skipulagðra bílastæða við nýbyggðu húsin leiðir til, að bílum þess fólks er lagt í stæði gömlu íbúanna. Bílastæðaþrengslin færast yfir á þá, sem fyrir búa. Þetta er partur af hatri pólitíska valdsins á einkabílismanum. Ekkert er út af fyrir sig við það að athuga, að kostur sé á vist í þéttri byggð. En sú byggð á þá að vera á nýskipulögðum svæðum, en ekki ofan í gamalli byggð. Þétting gamallar byggðar er ávísun á vandræði og rekistefnur, skaðabótakröfur og málaferli. Mun hafa áhrif á úrslit kosninga.