Ég sé vandræði munu hljótast af þéttingu gamla bæjarins innan Hringbrautar. Íbúar á þéttingarsvæðum munu harma skert lífsgæði, skert útsýni, skert stæði, skert svigrúm, verra loft. Þannig mun fólk hugsa á Högunum, við Nýlendugötu, í Bráðræðisholti. Tel líklegt, að það raski hagsmunum fólks. Það muni mótmæla hugmyndum um þéttingu byggðar á þessum svæðum. Muni mótmæla, að rifnir verði bílskúrar til að rýma fyrir íbúðarhúsum. Þetta fólk muni ekki kæra sig um að vera nauðgað inn í vanhugsaða skipulagskreddu. Það muni skipuleggja sig í nýhafinni kosningabaráttu. Þéttingarfíflin eru ekki búin að bíta úr nálinni.