Þeysireið Anítu

Hestar

Þeysireið Anítu Margrétar í Mongólíu rifjar upp gamla tíma. Hyggst fara tæpa þúsund kílómetra á mongólskum hestum á tæpum tíu dögum. Nálægt 100 km á dag. Sami hraði og á riddaraliði Mongóla í innrásinni í Evrópu á Sturlungaöld. Fóru 7000 kílómetra á 70 dögum, tveimur mánuðum. Bundu sig í hnakkinn og riðu sofandi, steiktu kjötstykki undir hnakknum í nesti. Riðu 200 km á dag, þegar mikið lá við, ótrúlegt afrek manna og hesta. Þegar ég var sem mest í ferðum, gátu sumir riðið 100 km á dag í nokkra daga. Algengt var að fara 50 km á dag í tvær vikur. Notalegur ferðahraði var og er hins vegar þingmannaleið, 37,5 km á dag með þrjá hesta á mann.