Þið getið síað Ástþór

Punktar

Simmi og Jói eiga ekki að ergja sig á ruslpósti frá Ástþóri tómatsósumanni. Verra væri að fá frá honum gamaldags pappírsbréf í pósti. Eða skeyti með sérstökum sendiboða. Tölvupóst er auðvelt að grisja. Við notum síu til að losna við linnulausan póst frá einum eða fleirum. Fljótara er að losna við tölvupóst en nokkurn annan póst. Við þurfum ekki einu sinni að sjá, að hann hafi borizt. Ekki þarf að láta tölvupóst fara í taugarnar á sér. Minn póstur er svo vel síaður, að ég fæ bara tuttugu bréf á dag gegnum síuna og þar af fara tólf beint í þar til gerðar möppur. Sem ég skoða kannski eftir viku.