Þingflokki logið inn

Punktar

Sennilega er helmingur fylgis Viðreisnar komin frá pólitísku miðjuliði, sem áður kaus krata. Það féll fyrir miðjumoðslegri stefnuskrá. Samt benti ég á, að lítill miðjusvipur væri á helztu frambjóðendum flokksins, kúlulánafólki og grátkörlum atvinnurekenda. Fólk tók auðvitað ekki mark á slíkum aðvörunum. Hélt sig styðja við endurreisn samfélagsins með því að kjósa Benedikt og Þorstein. Í heild er óhætt að segja Viðreisn hafa verið logið upp á þjóðina. Eftir talningu atkvæða kom fljótt í ljós, að ástir flokksins lágu til Sjálfstæðisflokksins. Hefur síðan verið staðfest í þingstörfum. Öfgahægri ríkisstjórn blasir við upp úr áramótum.