Útgerðarstjóri Vísis hefur nánast lagt tvö sjávarpláss á hliðina, Djúpavog og Þingeyri. Ætlar að flytja íbúana hreppaflutningum til Grindavíkur. Telur sig eiga kvótann og geta flutt hann hvaðan sem er. Útgerðarstjórinn heitir Páll Jóhann Pálsson og er alþingismaður í bófaflokki Framsóknar. Dæmi um firringu pólitískra bófaflokka. Kjósendur suður með sjó greiða atkvæði þingmanni, sem opinberlega segist vera umboðsmaður kvótagreifa. Svona frakkir eru bófarnir, því að þeir eru sannfærðir um að kjósendur séu fífl. Sannfærðir um, að berja þurfi þrælana, svo að þeir óttist að missa þrælavinnuna. Það er Ísland í dag.