Frá Vattarfirði til Vatnsfjarðar.
Áður hluti af þjóðvegi 60 um Barðastrandarsýslu, grýtt leið á aflögðum bílvegi, sem er nokkurn veginn á vegarstæði fornu þjóðleiðarinnar um heiðina. Þar sem Þingmannakleif er orðin torfær, er oftast farið sunnar á heiðina, frá Eiði í Vattarfirði og farið upp Krossbrekkuholt. Friðlýst er forn smiðjutóft norðan Þingmanaár rétt við veginn. Vatnsfjörður og Hörgsnes eru friðland. Arnarsetur eru á svæðinu og þarf að gæta varúðar í umgengni um varptíma.
Byrjum við veg 60 hjá Þingmannakleif í Vattarfirði. Förum bratt norðnorðvestur og upp Þingmannakleif og svo norðvestur um Djúpavatn. Síðan beint vestur á gamla bílveginn um Þingmannaheiði, upp í 420 metra hæð. Við Kjálkafjarðará beinist leiðin meira til suðvesturs. Þar er sæluhús á heiðinni. Síðan förum við suðvestur Þingmannadal og um Smiðjukleifar, að vegi 60 við Þingmannaá í Vatnsfirði.
20,9 km
Vestfirðir
Skálar:
Þingmannaheiði: N65 38.240 W22 58.020.
Nálægar leiðir: Mjólká, Skálmarnes, Breiðaskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort