Stóra fréttin í aðild okkar að fjöldamorðum og stríðsglæpum Bandaríkjanna í Írak, er, að tveir menn ákváðu hana upp á sitt eindæmi. Á upplognum forsendum gerðu þeir Ísland í fyrsta skipti að stríðsaðila, þótt margar stórþjóðir neituðu að taka þátt í þeirri skelfingu, sem nú er öllum sýnileg. … Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir, að Ísland tæki þátt í þessu ógeðslega stríði. Þeir spurðu ekki neinn, ekki þingflokka sína, ekki utanríkismálanefnd, ekki alþingi. Þeir fóru bara í stríð, þar sem 100.000 óbreyttir borgarar hafa þegar verið drepnir samkvæmt læknisfræðilegri rannsókn. …