Þingmenn lyfta fakír

Punktar

Nokkrir íslenzkir þingmenn eru sagðir styðja, að fakírnum Sri Chinmoy verði veitt friðarverðlaun Nóbels. Eru þar nefndir tveir fyrrverandi þingmenn, Halldór Blöndal og Hjálmar Árnason. Fleiri hafa ekki verið nefndir, svo ég viti. Kannski eru þessu bara logið upp á bjánana. Fakírinn er hér á landi þekktastur fyrir að lyfta Steingrími Hermannssyni á Lækjartorgi. Hann er sagður hafa framið fleiri kraftaverk, svo sem að semja þúsund lög. Þar að auki sætir fakírinn nokkrum kærum fyrrverandi félaga í söfnuðinum. Það er fyrir að hafa nauðgað konum og neytt þær til fóstureyðinga (Sjá Wikipedia).