Þingmenn og fjárglæfrar

Punktar

Margir þingmenn Flokksins tengjast fjárglæfrum, þótt bara Árni Johnsen hafi enn setið inni. Ásbjörn Óttarsson á í útistöðum við skattinn vegna arðs af gjaldþrota fyrirtæki. Bjarni Benediktsson notaði vafninga til að hafa fé af bótasjóði Sjóvá. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk afskrifað eitt af stóru kúlulánunum. Illugi Gunnarsson fékk milljarða í sjóð níu. Pétur Blöndal gróf undan sparisjóðum með því að kalla þá “fé án hirðis”. Tryggi Þór Herbertsson skrifaði greinar um sterka stöðu fjárglæfrabanka og stýrði einu sukkinu. Hrunflokkurinn er meira eða minna útataður í hneykslismálum hrunsins.