Þessar eru nokkrar helztu ástæður þess, að Alþingi telur sig verða að salta frumvarp um stjórnarskrá: Þingmenn óttast, að vald færist frá þingmönnum til þjóðar. Þingmenn óttast aukið gegnsæi í þjóðfélaginu, vilja áfram sitja að sínu leyndó. Þingmenn óttast, að þjóðin endurheimti þjóðarauðlindir, vilja áfram gauka þeim að fjárhaldsmönnum kosningaslagsins, kvótagreifunum. Því þurfti að gera umba Sjálfstæðisflokksins að formanni Samfylkingarinnar. Og fela honum síðan að slátra stjórnarskránni. Að reyna að breyta þjóðarsátt í sátt við Flokkinn, sem auðvitað mun aldrei takast. Málið er fast, bingó.