Þjálfuð þingmannsefni

Punktar

Báðir frambjóðendur til formennsku í Heimdalli neita að hafa boðið bjór og hamborgara. Skjáskot á fésbók og frásagnir kjósenda sýna hins vegar, að bjórinn hafi flotið í stríðum straumum. Þar eru líka sýnd boðsbréf, sem bjóða akstur, hamborgara og „yfirdrifið nóg af fríum bjór“ fyrir atkvæði. Frambjóðendur ljúga því báðir eins og þeir eru langir til, enda félagar í bófaflokki. Fróðlegt er, að silfurskeiðungum finnst í lagi að haga kosningum á þennan hátt. Þeir lifa og hrærast í græðgivæddu samfélagi. Þar eru orðin marklaust newspeak. Tilgangurinn helgar meðalið. Frír bjór er góður undirbúningur fyrir græðgivædda þingmennsku.