Þjáumst öll saman

Punktar

Fjölbreyttur samanburður Íslands og Noregs sýnir sérkennilega stöðu mála hér. Laun eru undarlega lág. Arðurinn af auðlindum rennur ekki til fólks, heldur inn í þröngan hring og hverfur út í heim. Lýðveldinu hefur frá upphafi verið illa stjórnað og gegn hagsmunum fólks. Smáatriði um þetta eru rakin og margir sjá hagsmunum okkar betur borgið í Noregi. Hvort sem menn flýja þangað einn og einn eða sem þjóð. Allur þorri kjósenda mun þó ekkert sjá rangt við hegðun sína um tíðina. Þegar allt um þrýtur, munu þeir segja: Við erum Íslendingar, við erum einstakir. Höfum alltaf þjáðst, munum áfram þjást og við munum þjást öll saman.