Stefna ríkisstjórnarinnar er frekar skýr. Hún er að gera ekki neitt, nema skera niður samþykktir alþingis. Taka fjárveitingavaldið af alþingi. Skýrast er það í vegunum. Markmiðið er að vegirnir verði svo illfærir, að fólk samþykki í neyð sinni einkavinavæðingu vegagerðar. Sama er uppi á teningnum í heilbrigðismálum. Niðurskurður þeirra miðar að opnun möguleika á einkavinavæðingu sjúkrahúsa, samkvæmt hugsjón Albaníu-Höllu. Byrjaði með einkavina-sjúkrahóteli í Ármúla, þar sem sjúklingar fengu martraðir. Minna heyrist um einkavinavæðingu skóla, enda var hörmuleg reynsla af Hraðbraut. Ekkert er minnst á húsnæðisskort ungs fólks.