Við verðum að sækja um aðild að Evrópusambandinu og stefna að upptöku evru í stað krónu. Það er síðbúinn þáttur í endurreisninni, en ekki brýnn. Verðum líka að meina aðild í alvöru. Við fáum altjend þjóðaratkvæðagreiðslu á endanum. Þá getum við metið, hvort aðildin skerðir auðlindir landsins. Hvort hún hleypir Spánverjum í landhelgina. Hvort hún hleypir hákörlum í fossa og hveri og hreint vatn. Við getum ekki sífellt talað um þessi atriði án þess að standa andspænis veruleikanum. Evrópusambandið getur illa haldið að okkur kröfum, sem verða kolfelldar í þjóðaratkvæði. Við skulum alla vega sjá til.