Pétur Blöndal lagði til á Alþingi, að IceSave samningurinn yrði borinn undir þjóðaratkvæði. Allur Sjálfstæðisflokkurinn studdi málið, sem og Framsókn og Hreyfingin. Tillaga Péturs var felld, þótt forseti Íslands reikni dæmið á annan hátt, sem enginn getur útskýrt. Þegar forsetinn vísar samningnum í þjóðaratkvæði, bregður svo við, að Pétur og Flokkurinn skipta um skoðun. Nú finnst þeim ófært að hafa þjóðaratkvæði. Leggja til, að pólitísku flokkarnir semji um málið. Þetta segir ykkur væntanlega, að aldrei var neitt að marka tillögu Péturs og Flokksins. Mislukkuð tilraun til að fella ríkisstjórnina.