Þjóðaratkvæði í vor

Punktar

Frábær er sú hugmynd að hafa þjóðaratkvæði um núverandi frumvarp að nýrri stjórnarskrá samhliða alþingiskosningum í vor. Þar með væri slegið föstu, hvort þjóðin vill þessa nýju stjórnarskrá eða ekki. Nýtt alþingi fengi að vísu tækifæri til að sparka enn einu sinni í þjóðina. En sú ákvörðun er þá bara vandi þess alþingis. Of mikið hefur verið fullyrt í allar áttir á þingi um kosti og galla þessa nýja frumvarps. Því er gott, að þjóðin fá tækifæri til að segja sitt álit. Frumvarp um það má afgreiða samhliða afgreiðslu stjórnarskrárinnar. Í því skyni má lengja þingtímann til næstu mánaðamóta.