Þjóðaratkvæði sættir fólk

Punktar

Þjóðaratkvæðagreiðslur færa valdið nær fólki. Leiða ekki til skynsamlegri niðurstöðu en fulltrúalýðræði gerir. Því óbeinna sem lýðræðið er, þeim mun faglegri verður niðurstaðan oftast. Skyndidellur hafa minni áhrif í óbeinu lýðræði. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta hins vegar leitt til vandræða, svo sem dæmin sýna frá Sviss og Kaliforníu. Beint lýðræði hefur aðra kosti, gerir fólk sátt við aðild sína að samfélaginu. Getur verið meira virði en hagurinn af faglegum niðurstöðum fulltrúalýðræðis. Ef IceSave lendir í þjóðaratkvæði, fær þjóðin þá vondu útkomu, sem hún á skilið. Er kannski hollt fyrir alla.