Þjóðaratkvæði um handboltann

Punktar

Góð er hugmynd margra bloggara, að útrásar-forsetinn synji úrslitum leikja handbolta-landsliðsins. Vísi þeim til þjóðaratkvæðis, sem verði samhliða annarri slíkri í byrjun marz. Spurt verði: Ertu fylgjandi eða andvígur úrslitum eftirtalinna leikja handboltalandsliðsins? Síðan komi listi yfir þessa leiki. Vonandi er meirihluti þjóðarinnar andvígur þessum úrslitum. Enda voru dómarar vondir, maturinn eitraður og loftslag fúlt. Er þá keppni í þessu móti komin á núllpunkt. Jón Baldvin Hannibalsson finni sáttasemjara í Eystrasaltsríkjunum. Og síðustu þrjár mínútur leikjanna verði endurteknar.