Reynir Traustason er þjóðargersemi. Kom til dæmis upp um Ólaf Skúlason biskup og Árna Johnsen alþingismann. Gafst ekki upp á leka- og fölsunarmálinu, þótt aðrir tækju ekki undir uppljóstranir hans. Þolinmæðin minnti á Washington Post í Watergate. Og nú er Hanna Birna sprungin í andlit ríkisstjórnarinnar. Þegar hrunverjinn Björn Leifsson í World Class nær völdum á DV, munu góðir blaðamenn hætta og lesendur segja upp áskrift. Enda er markmið gæludýrs bankanna ekki að gefa út blað, heldur að leggja niður blað. Í það má sóa nokkrum milljónum af fé úr bönkunum. Mál þetta sýnir í hnotskurn, að nútíma auðræði drepur fjölmiðlun.