Þjóðarsátt um orkuver

Punktar

Rammaáætlun um orkuver er orðin að tillögu til þingsályktunar. Hún leggur grundvöll að þjóðarsátt um, hvar verði virkjað og hvar ekki. Hingað til hefur þjóðin verið klofin og pólitíkusar þurft að taka ákvarðanir án þess að sjá heildarmyndina. Samkvæmt áætluninni má virkja í neðri hluta Þjórsár, en ekki í efri hlutanum, vegna Þjórsárvera. Virkja má á Þeistareykjum, en ekki í Gjástykki. Að baki rammaáætlunarinnar liggur mikil fræðileg vinna og sátt milli Iðnaðarráðuneytis og Umhverfisráðuneytis. Hér eftir ætti því að fækka virkjanadeilum og menn farið að einbeita sér að hámarka söluverð orkunnar.