Þjóðarsáttin komin

Punktar

Mikill meirihluti þeirra, sem svara vilja, reynist styðja uppkastið að nýrri stjórnarskrá. Þjóðarsátt hefur myndazt um málið. Við þær aðstæður hefjast ekki viðræður við umboðsmenn kvótagreifa um úrvinnslu málsins. Ekki heldur við lagatækna, sem reyna með hártogunum að bregða fæti fyrir stjórnarskrá á íslenzku. Alþingi þarf bara að setja þjóðkirkjuna aftur inn í stjórnarskrá. Samþykkja hana síðan með litlum öðrum breytingum og alls engum efnislegum. Alþingi má ekki draga málið fram á síðustu stundu og láta bófaflokkana á Alþingi fá færi á að stöðva málið með málþófi. Ábyrgðin hvílir nú á Alþingi.