Þjóðernissinnar eflast

Punktar

Gengi þjóðernissinna og rasista eflist víða um Evrópu. Í Frakklandi eru taldar nokkrar líkur á, að Marine Le Pen verði næsti forseti landsins. Sums staðar eru þessi öfl komin í stjórn, einkum í Danmörku og Noregi. Hefðbundin stjórnmál eiga erfitt með að höndla þjóðrembuna. Menn rífa hár sitt í örvæntingu. Betra er að átta sig á, að almenningur hefur ýmsar gildar ástæður til stuðnings við slíka flokka. Samþætting fjölþjóða í einnar þjóðar kerfum hefur sumpart gengið illa. Múslimar eiga erfitt með að laga sig að vestrinu. Að banna slæður er engin lausn. En kerfin þurfa að eiga svar við kröfunni um bann við nýbúum.