Þjóðgarður í basli

Ferðir

Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið illa af stað. Mun verr en aðrir þjóðgarðar landsins. Stjórn garðsins hefur ekki borið gæfu til að hlusta á málsaðila og taka tillit til margvíslegra sjónarmiða. Eins og þeirra, að ekki hafa allir heilsu eða aldur til að ganga allar leiðir. Tilraunir til samráðs hafa farið út um þúfur og innkölluðum athugasemdum ýmissa aðila hefur ekki verið svarað efnislega. Fjármál garðsins eru höfð í flimtingum á Alþingi, þótt það segi kannski ekki mikið um þau. Skipta þarf út stjórnarmönnum og setja inn fólk, sem kann að stunda mannleg samskipti við málsaðila, sem það er ekki sammála.