Þjóðin hafnar svikum Atla

Punktar

Í landsdómsnefndinni sat Atli Gíslason hjá í atkvæðagreiðslu um rannsókn á einkavæðingu bankanna. Þess vegna náðist þar ekki meirihuti. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn gátu fellt tillöguna. Þótt Atli hafi brugðist þjóðinni, er ekkert sem bannar meirihluta Alþingis að hefja rannsókn. Sannleiksnefnd Alþingis benti á þörfina. Án efa styður meirihluti þjóðarinnar rannsókn á hinni furðulegu einkavæðingu. Gæludýr stjórnarflokkanna eignuðust þá banka fyrir slikk. Að undirlagi Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Ég hef enga trú á, að þjóðin leyfi peðinu Atla Gíslasyni að bregða fæti fyrir það.