Kosningarnar snerust varla um Evrópu, ekki um álbræðslur, ekki um eftirgjöf lána. Þær snerust um Sjálfstæðisflokkinn. Þær snerust um algert getu- og skilningsleysi Flokksins í fjármálum. Þær snerust um styrk- og mútuþægni fulltrúa flokksins. Þær snerust um stuðning flokksins við sérhagsmuni og græðgi. Þær snerust um ofsatrú flokksins á gjaldþrota hugmyndafræði frjálshyggju. Í kosningunum sagði þjóðin skilið við stjórnmálaflokk, sem framdi landráð af gáleysi, heimsku og græðgi. Nú fáum við tveggja áratuga tímabil, þar sem fjármálaráðherra verður ekki úr Sjálfstæðisflokknum.