Ef forsetinn hafnar IceSave-lögunum, segir ríkisstjórnin af sér og boðað verður til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn verður aftur stærstur og myndar stjórn með einum öðrum flokki. Um langt skeið verður naumt um gjaldeyri, því að ekkert fæst hjá fjölþjóðastofnunum og Norðurlöndum. Skuldir ríkis falla í gjalddaga. Hafin verður ströng skömmtun á gjaldeyri. Innflutt verður sparað, þar á meðal lyf. Við dettum úr fjölþjóðlega markaðskerfinu. Erlendis verða lagðir steinar í götu útflutnings eins og í þorskastríðunum. Erfiðleikarnir verða miklir í fyrstu, en mildast, þegar frá líður. En þjóðin lifir þá af.