Á laugardaginn fer þjóðin í próf. Þar kolfellur hún sem fyrr. Hún á það svar eitt við svikum Samfylkingar og Vinstri grænna að fara úr öskunni í eldinn. Hún ætlar að kjósa meirihluta flokkanna tveggja, sem eiga mestan þátt í að koma þjóðinni á hausinn í hruni árið 2008. Helmingaskiptastjórnin gamalkunna blasir við, stjórn hinna efnuðustu með hagsmuni auðsins í forgangi. Lækkar skatta á því liði og hækkar skatta fátæklinga á móti og dregur úr velferð. Það eru ekki nýjar fréttir, hefur alltaf verið svona. En gullfiskaminni meirihluta kjósenda nær ekki heila viku til baka, hvað þá heilt kjörtímabil.