Aukin velmegun hefur síðustu árin eingöngu runnið til þeirra, sem betur mega. Þrælarnir eru 45% þjóðarinnar. Það eru þeir sem hafa innan við 500.000 krónur á mánuði að sköttum meðtöldum. Þriðji hver Íslendingur á minna en ekkert, hefur eignastöðu í mínus. Helmingur þjóðarinnar á minna en eina milljón í eignum. Það er fólkið, sem fer halloka, þrælarnir. Þegar pólitíkusar segja fólk hafa það gott, eru þeir bara að hugsa um hina. Ríkasta 1% þjóðarinnar á 25% allra eigna og auður þeirra hefur vaxið um 40% síðasta áratug. Þessar tölur segja okkur frá magnaðri aukningu á stéttskiptingu í samfélagi, sem þykist vera stéttlaust.