Þjóðin talaði skýrt

Punktar

Þjóðin hefur talað og orðin eru skýr og tær. Vann sigur á sérhagsmunaöflum í kosningum gærdagsins. Þátttakan varð góð, þegar leið á daginn og útkoman var eindregin. Herkvöt Sjálfstæðisflokksins gegn skránni fékk lítið fylgi. Bezt leizt fólki á þjóðareign auðlinda og aukið persónukjör. Hins vegar var ekki meirihluti fyrir afnámi sérstöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá. Núna mun Alþingi taka málið til meðferðar og breyta uppkastinu með tilliti til þess. Umræður um málið eiga að geta klárast þar fyrri hluta vetrar. Þjóðaratkvæði verður því um góða og endanlega stjórnarskrá samhliða þingkosningum vorsins.