Þótt forsetinn staðfesti lögin um ríkisábyrgð á IceSave, er ríkisstjórnin fremur löskuð eftir átökin. Breið andstaða er í þjóðfélaginu við sjónarmið hennar um sátt við umheiminn. Firrt þjóð vill ekki þá sátt. Ærð af þjóðrembu og vænisýki tekur hún ekki ábyrgð á atkvæði sínu í kosningum. Segist neita að taka ábyrgð á gerðum einkafyrirtækis. Gallinn við firringu hennar er sá, að kjósendur bjuggu til jarðveg IceSave. Meðan þeir eru í afneitun er ekki hægt að sjá ríkisstjórnina fá stuðning við nauðsynlegar aðgerðir. Á endanum er betra, að hrunverjar taki við og veiti fólki dýra ruglið, sem það þráir.