Þjóðin valdi dómstól

Punktar

Fyrir réttu ári sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, að Holland og Bretland hefðu ekki nokkurn áhuga á að fara með IceSave fyrir dómstóla. Þjóðin trúði plötuslagaranum og kollega hans, Ólafi Ragnari Grímssyni. Felldi samninginn í þjóðaratkvæði. Nú er málið komið fyrir EFTA-dómstólinn, þrátt fyrir hina þjóðrembdu spá. Samt fara menn upp á háa sé út af aðild Evrópusambandsins að málaferlunum. Telja alla anga málsins vera óréttmæta. Allir eru vondir við litlu, sætu Íslendingana. Er ekki kominn tími til, að fólk dragi ofurlítið niður í þjóðrembunni og taki sönsum? Þjóðin valdi sjálf að fara þessa leið.