Skilji biskupinn yfir Íslandi ekki fólk, er það verra fyrir biskup en fólk. Það tjáir sig í könnunum, vill aðskilnað ríkis og kirkju. Agnes biskup telur þann skilnað þegar hafa átt sér stað. Að minnsta kosti eru þjóðin og biskupinn þá aðskilin. Fólk vill ekki borga þjóðkirkju fremur en aðra söfnuði. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fólk fattar aðskilnað ríkis og kirkju. Smám saman fjölgar þeim, sem vilja klippa strenginn. Sá áhugi smitast inn í pólitík. Ópraktískt er fyrir biskupinn yfir Íslandi að þykjast ekki skilja merkingu „aðskilnaðar“. Allra sízt, þegar hún segir með hinni tungunni, að kirkjuráð sé „stjórnvald“.