Þjóðleg svívirða

Punktar

Munur er á Íslandi og Vestur-Evrópu. Fjórtán prósent Íslendinga hafa alls ekki ráð á að fara til tannlæknis. Annars staðar eru tannlækningar hluti af heilbrigðiskerfinu, en hér ekki. Því að ríkið vill ekki taka fullan skatt af kvótagreifum og auðgreifum, ekki einu sinni af makríl. Fólk þarf að borga 82% af kostnaði við tannlækningar. Alltaf finna landsfeður einhver ráð til að rústa skattstofnum eða sukka með þá. Aldrei kemur röðin að tönnunum. Hér er hlaðinn hár veggur þversum um þjóðfélagið milli þeirra, sem fara til tannlæknis, og hinna, sem ekki hafa ráð á því. Þetta er þjóðleg svívirða.