Þjóðremba og fortíðarþrá

Punktar

Þjóðremba og fortíðarþrá að hætti Guðna Ágústssonar verður eitt stjórntækja Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Svokölluð efling íslenzkrar menningar og sögu er klippt frá menntaráðuneytinu og límd á forsætisráðuneytið. Ég sé fyrir mér þingsetningu í Almannagjá og skikkjuklædda þingmenn skröltandi á hvítum fákum. Hafin verði til vegs sagnaritun að hætti Hriflu-Jónasar. Orð á borð við “hrægammasjóði” koma bara í stað “hörmangara”. Hægri pópulistum vesturlanda þykir hentugt að dáleiða heimska kjósendur með fortíðarþrá og þjóðrembu. Rómantík í stað veruleika er þægilegt vopn í höndum pópulista.