Þjóðremba selst tregar

Punktar

Svonefndir leiðtogar á Vesturlöndum geta ekki safnað þjóðinni að baki sér. David Cameron fékk væna Sýrlandsbyltu í brezka þinginu. Hvernig á brandara-strákur úr Eton-yfirstéttarskólanum að geta talað eins og fullorðinn maður? François Hollande Frakklandsforseti hefur aðeins þriðjungs fylgi við æsing sinn í Sýrlandsmálinu. Og jafnvel sjálfur kóngur sjónhverfingamanna, Barack Obama, hefur bara þriðjungs fylgi við enn eitt stríðið. Vestrænn almenningur er þreyttur á eilífu stríði á upplognum forsendum og neikvæðum niðurstöðum. Þjóðremba virkar enn, sjá Sigmund Davíð, en selst erlendis sífellt tregar.