Gaman að töflu New York Times um verðlaun á vetrarólympíuleikunum. Var fyrst á forsíðu vefútgáfunnar, þegar Bandaríkjamönnum gekk bezt. Þegar önnur ríki fóru fram úr, færðist taflan innar í útgáfuna. Að lokum varð ég að leita að henni um þrjá hnappa, Enn voru Bandaríkin höfð efst á töflunni með því að láta brons jafngilda gulli. Kanada hafði fengið flest gull, síðan Þýzkaland og svo Noregur með jafnmörg gull og Bandaríkin. Lengi var New York Times af mörgum talið bezta dagblað í heimi, en það hefur dalað. Bandaríkjamenn lesa ekki dagblöð, sem láta hjá líða að segja Bandaríkin vera bezt og efst.