Íslenzk þjóðremba eykst með hverju árinu. Pólitíkusar í lýðskrumi gera út á þjóðrembu, einangrun, heimóttarskap og sérhagsmuni. Meðan hvert dæmið á fætur öðru sýnir, að Íslendingur eru ófærir um að stýra eigin málum. Þar eru fremst Davíðshrunið og þjóðaratkvæðið um IceSave. Í stóru og smáu reynast óhæfir íslenzkir pólitíkusar, embættismenn og eftirlitsaðilar. Samt er enn fullyrt, að íslenzkar aðstæður séu sérstakar. Og að ekki megi fórna hluta af fullveldinu. Þvert á móti er gott, að við deilum fullveldi með öðrum ríkjum. Til að losa okkur undan valdastétt heimalninganna og þjóðrembdum kjósendum.