Þjóðremban er tryllt

Punktar

Svo tryllt er þjóðremba Íslendinga, að við megum ekki einu sinni til þess hugsa að losna við okkar versta bölvald, krónuna. Séum við króaðir af úti í horni, megum við ekki heyra evru nefnda. Frekar viljum við afskekkta mynt á borð við kanadískan dollar. Auðvitað vilja þjóðrembdir Íslendingar alls enga aðild að Evrópusambandinu, enda kunnum við margar sögur af skelfingu þess. Til dæmis almenna matareitrun og herskyldu Ásmundar Einars Daðasonar. Allt telja þjóðrembingar vera bezt á Íslandi, þótt okkur hafi tekizt að kollkeyra landið árið 2008. Erum dæmigerðir eyjarskeggjar með ofurást á eigin nafla.