Þjóðremban gagnrýnd

Punktar

Að venju flutti Guðmundur Steingrímsson beztu ræðuna í umræðunni um ný fjárlög.  Gagnrýndi þá, sem byggja pólitík sína á því, sem hann kallaði þjóðernisbelging. Það hefur hingað til verið snarpar orðað sem þjóðremba. Hún mergsýgur pólitíska umræðu á Íslandi. Sé ráðherra eða forseti í vondum málum, bregður hann fyrir sig þessari rembu. Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar eru ætið á því lága plani. Engin ástæða er fyrir okkur að vera þjóðrembd. Við höfum farið hörmulega með fullveldið, valið okkur ónýta og hættulega ráðamenn. Við höfum ekki viljað læra af reynslu annarra og sízt af okkar eigin. Hefur bezt sést eftir hrunið stóra.