Þjóðremburáðherrann

Punktar

Vel er við hæfi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis hefur verið gerður að þjóðremburáðherra. Slík mál eru tekin úr öðrum ráðuneytum, sérstaklega menntamála, og flutt yfir í forsætis. Sigmundur hefur löngum svifið á vængjum þjóðrembu. Og flýgur því hærra, sem tímar líða fram. Um þessa skipan mála segir Guðmundur Steingrímsson þingmaður: “Sérstök pólitísk áhersla á þjóðmenningu hefur ekki alltaf endað vel. Viðvörunarbjöllur hringja …” Við sáum síðast slíka áherzlu í Þriðja ríkinu hjá Hitler sáluga. Nú á tímum er  venjan sú að hafa þjóðmenningu með annarri menningu í menningarráðuneyti.