Þjóðstjórn fjórflokks

Punktar

Hugmyndin um þjóðstjórn er fjórflokkshugmynd um varðveizlu spillta tíma. Þjóðin er klofin í herðar niður í hverju stórmálinu á fætur öðru. Til dæmis um eignarhald á auðlindum og frestun stjórnlagaþings. Ekki síður um uppgjör við fortíðina. Sterk öfl vilja einkaeign, óbreytta stjórnarskrá og ekkert uppgjör. Um það verður engin sátt, enginn millivegur. Vilji þingmenn fara loðna leið í auðlindum, stjórnlagaþingi og uppgjöri, geta þeir hallað sér að Össuri Skarphéðinssyni. Slík leið felur í rauninni í sér, að fjórflokkurinn sættist á að strika yfir fortíðina. Og að mæta þjóðinni sem fjórflokkurinn.