Þjóðtungan eflist í Lúxemborg

Punktar

Þegar ég kom fyrst til Lúxemborgar fyrir fjórum áratugum, var mér sagt, að heimamenn töluðu lúxemborgsku heima hjá sér, en frönsku og þýzku í vinnunni og læsu blöðin á þýzku. Ég vissi ekki, að þá þegar var farið að gefa út fyrstu bækurnar á lúxemborgsku. Nú eru gefnir út nokkrir tugir slíkra bóka árlega og lúxemborgska orðin ríkistunga, sem notuð er í þinginu og víða í atvinnulífinu. Engar málfræðibækur eru enn til, en verið er að undirbúa nýja útgáfu orðabókar eftir fimm áratuga hlé. Gamla þjóðtungan hefur endurvakizt, þótt einn af hverjum þremur íbúum Lúxemborgar sé nýbúi, landið sé fjölþjóðleg bankaparadís, dvergríki milli stórvelda og hafi gengið í Evrópusambandið í árdaga þess. Steven Gray segir frá þessu í Washington Post í dag.