Þjófræði bófaflokkanna

Punktar

Stjórnmál á Íslandi snúast ekki mest um misgóðar stefnur flokka eða misgóð kosningaloforð. Allir vita, að ekkert er að marka stefnur og loforð. Stjórnmál snúast um annað og einfaldara. Snúast um, hvort áfram eigi að vera þjófræði bófaflokka eða hvort það skuli afskaffast. Rangt er gefið í spilunum. Greifum eru árlega afhentir hundrað milljarðar króna framhjá skiptum. Síðan er rifizt um 2% hækkun láglaunafólks, öryrkja og aldraðra. Annað hvort segja kjósendur, að nú sé nóg komið af ruglinu. Eða þeir þræla áfram undir greifunum að fornum sið. Píratar eru þeir einu, sem gefa von um frjálsa þjóð í frjálsu landi.