Þjófræði eða lýðræði

Punktar

Til eru tvær nýjar stjórnarskrár. Önnur frá stjórnlagaráði, sú sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hin frá nefnd alþingis 2013, sem hafði samráð við lagatækna um tæknilegar, en ekki efnislegar breytingar. Píratar hafa forustu í baráttu fyrir þessum nýju skrám. Telja þær vera forsendu aukins lýðræðis og siðvæðingar hins pólitíska lífs. Þeim ber skylda til að ákveða, hvorri skránni þeir tefla fram í viðræðum við aðra stjórnmálaflokka. Þannig verður málið handfast í einu skjali. Í þeim viðræðum ætti að geta komið fram, hvor hugnast öðrum flokkum betur. Á slíkum grunni er hægt að heyja baráttu milli lýðræðis og þjófræðis.