Þjónn misréttis

Punktar

Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra er farin að tapa sér. Hún lætur ráðuneytið ljúga að sér, að sveitarfélögum henti ekki aðild að fjármagnstekjuskatti. Ef það væri rétt, hentar sveitarfélögum ekki heldur útsvar, sem er aðild að launatekjuskatti. Kenningin um vanhæfni fjármagnstekjuskatts er bara notuð til að vernda of lága prósentu hans. Hún er aldrei notuð til að taka útsvar af sveitarfélögum og hækka fasteignagjöld á móti. Kenningin er bara þáttur í viðleitni vel stæðra til að borga mun lægri tekjuprósentu en almenningur. Jóhanna er orðin að þjóni misréttis og stéttaskiptingar í þjóðfélaginu.