Þjónusta auðfólkið

Punktar

Á valdaskeiði Reagan og Bush-feðganna var rekin frjálshyggja í skattamálum. Skattar auðfólks og fyrirtækja lækkuðu. Átti að leiða til fjárfestinga, sem mundu stækka skattstofninn. Það gerðist ekki, taprekstur varð geigvænlegur á ríkissjóði. Á Clinton-tímanum lagaðist þetta aftur, en versnaði svo með Bush yngri. Þar vestra reka demókratar varfærinn ríkisrekstur, en repúblikanar bjóða ofur-taprekstur. Nú eru ríkisfjármál Bandaríkjanna komin í slíka hönk, að Obama ræður ekki við þau. Enn heimta Repúblikanar lægri skatta á auðfólk og meiri taprekstur. Nokkurn veginn stefna Sjálfstæðisflokksins á Íslandi.