Þjónusta við lyfjarisa

Punktar

Enn og aftur ljóstrar Wikileaks upp um atferli Bandaríkjastjórnar. Birt er uppkast að samningi hennar við ellefu Kyrrahafsríki um svonefnda fríverzlun. Þar kemur fram, að Bandaríkin gæta hagsmuna lyfjarisa. Reyna að teygja tíma einkaréttar og hindra aðkomu ódýrra samheitalyfja. Hluti af þjónustunni við bandarísk risafyrirtæki, sem vilja efla eignarhald á svonefndum hugverkum. Bandarískar reglur um þetta eru komnar langt út fyrir allt velsæmi. Og nú er verið að þrýsta þeim upp á útlönd. Vonandi stendur Evrópusambandið í vegi framgangs einokunarstefnu Bandaríkjanna á stærsta markaðssvæði heimsins.