Ríkisstjórnin hefur ekki sagt, hversu miklar verða skuldbindingar ríkissjóðs eftir IceSave samninginn. Líklega veit hún það ekki. En undarlegt hlýtur að teljast að vilja fá hann samþykktan án þess að segja frá ástandinu í heild. Aðrir hafa reiknað, að greiðslubyrði ríkissjóðs verði 150% útflutningstekna og heildarskuldir 240% af vergri landsframleiðslu. Hvor tveggja aðferðin sýnir okkur á mörkum þjóðargjaldþrots að mati Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Frekari lækkun krónunnar setur okkur yfir mörkin. Tveir þingmenn Vinstri grænna segja, að betra kunni að vera að lýsa gjaldþroti en borga IceSave.